Styrktarþjálfun er góð fyrir alla hunda, hvort sem þeir eru fjölskyldu-, veiði- og/eða íþróttahundar.
Við styrkjum liði, vöðva og jafnvægi til að fyrirbyggja meiðsli og slitgigt.
Styrktarþjálfun hjálpar einnig hundum að halda einbeitingu og styrkir sjálfstraust.
Námskeiðið er fyrir hunda eldri en 1 árs.
Námskeiðið verður á þriðjudögum í október og nóvember 2023 kl 19-20:30. Fyrsti tími byrjar 31. október 2023. Staðsetning er þjálfunarrými VoffaLands staðsett að Axarhöfða 16.
Þriðjudaginn 31. október 2023
Farið verður yfir helstu efni námskeiðs: Þol, jafnvægi, samhæfing (proprioception), teygjanleiki, styrkur, upphitun,niðurkæling, ganggreining og líkamsskölun (Body condition score - BCS).
Byrjendaæfingar kynntar
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023
Uppbygging í æfingum.
Þol og teygjanleiki tekið fyrir í smáatriðum.
Þriðjudagur 14. nóvember 2023
Frekari uppbygging á kennslu á æfingum.
Samhæfing (proprioception) og jafnvægi tekið fyrir í smáatriðum.
Þriðjudagur 21. nóvember 2023
Áframhaldandi uppbygging á fræðslu og kennslu á æfingum.
Styrkur tekinn fyrir í smáatriðum
Þriðjudagur 28. nóvember 2023
Sund, hreyfing í náttúru og framhald af öllum æfingum.
Leiðbeininendur námskeiðs eru Sandra dýrasjúkraþjálfari og Andrea dýralæknir
Sandra
Sandra er frá Þýskalandi en flutti til Íslands í október í fyrra og talar rosalega fína íslensku. Hún hefur lært sjúkraþjálfun í Center for Dyrterapi í Danmörku og osteopatíu í Animal osteopathy international í Englandi. Sandra hefur haldið mörg styrktarnámskeið í Danmörku sem hafa vakið mikla lukku.
Andrea
Andrea dýralæknir útskrifaðist 2017 frá Háskólanum í Kaupmannahöfn (Københavns Universitet) og hefur fari