VoffaLand kynnir sumar skemmtimót í Rallý-hlýðni í samvinnu með Vinnuhundadeild HRFÍ!
VoffaLand ætlar að halda lítið skemmtimót laugardaginn 2. desember kl. 13 í reiðhöllinni í Blíðubakkahúsinu í Mosfellsbæ. Þetta er þriðja skemmtimót rallý-mót VoffaLands og er einungis til skemmtunar.
Hægt er að skrá sig í allt að 3 flokka en flokkarnir eru eftirfarandi:
Skemmtiflokkur
Byrjendaflokkur
Framhaldsflokkur
Auðvitað verða veglegir vinningar í boði!!!
Skemmtiflokkur
Skemmtiflokkur er fyrir alla sem vilja koma og hafa gaman! Brautin verður með einföldum skiltum. Hundur er í taum og má fá nammi í brautinni.
Dómari: Andrea Björk Hannesdóttir
Byrjendaflokkur
Byrjendaflokkur er fyrir þá sem hafa kynnt sér aðeins Rallý-hlýðni. Brautin verður aðeins með byrjendaskiltum (skilti 1XX-2XX). Hundur er í taum en má ekki fá nammi í braut.
Dómari: Silja Unnarsdóttir.
Framhaldsflokkur
Framhaldsflokkur er flokkur fyrir þá sem eru lengra komnir í Rallý-hlýðni. Brautin verður flóknari og framhaldsskiltin verða líka í braut (skilti 1XX-4XX). Hundur er ekki í taum og má ekki fá nammi í braut.
Dómari: Silja Unnarsdóttir.
Hægt er að skrá sig í einn eða fleiri flokka. Hver skráning kostar 1.000 kr. Hægt er að bóka sig hér fyrir neðan.
Skemmtiflokkur: Veldu kl 13
Byrjendaflokkur: Veldu kl 14
Framhaldsflokkur: Veldu kl 15
Skráningarfrestur: Fimmtudag 30. nóvember kl 23:59