Eldri Voffar
4000 kr. | 2 | By

Bókaðu Núna

Fyrirlestur um sjúkdóma, skyndihjálp og umhirðu eldri hunda. 

Fyrirlestur verður haldinn í nýju húsnæði okkar að Axarhöfða 16 þann 22. nóvember 2023 kl. 18.

 Andrea dýralæknir heldur 2ja tíma fyrirlestur án hunds þar sem farið er yfir helstu sjúkdóma sem herja á eldri hunda, skyndihjálp og umhirða á eldri hundum. Í lokin æfum við okkur að hnoða hundabrúður. 

Fyrirlestur fyrir hundaeigendur til að undirbúa hundana okkar í ellinni. Upplagt fyrir fólk sem á hunda sem eru 8 ára og eldri eða eigendur sem vilja vera tilbúnir áður en hundarnir sínir eldast en  í rauninni er þessi fyrlrlestur nýtilegur fyrir alla hundaeigendur!

Andrea Björk Hannesdóttir er dýralæknir og einn af eigendum VoffaLands. Andrea útskrifaðist frá Kaupmannarhafnar Háskólanum janúar 2017. Siðan hefur hún unnið í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi sem bæði smá- og stórdýralæknir. Andrea fór á námskeið hjá Ann-Katrin frá Hamarhundskole sumarið 2022 og 2023 þar sem hún lærði grunnæfingarnar í Motion fitness (styrktaræfingar). 

4,000 kr.
2

2023-06-20
2023-08-29
2023-11-22
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 kl. 18 í Húsnæði VoffaLands að Axarhöfða 16
2023-08-05