Rallý-Hlýðni grunnnámskeið
25000 kr. | 1 | By Andrea Björk Hannesdóttir

Bókaðu Núna

Um námskeiðið

Rallý-Hlýðni er skemmtileg hlýðniþjálfun þar sem gengið er braut með skiltum.
Hver braut er með 10-15 mismunandi skiltum og hvert skilti sýnir æfinguna sem á að gera. 
Skiltin eru mörg en þau fara eftir styrkleikaflokkum.

Alls eru 4 styrkleikaflokkar. 
Rallý er jákvæð hundaíþrótt þar sem gleði og samvinna manns og hunds er í fyrirrúmi. 
Það er alltaf unnið út frá hraða hundsins. 
Rallý er mjög þekkt alls staðar úti í heimi og þá sérstaklega á Norðurlöndunum.

Þar er jafnvel meiri eftirspurn eftir Rallý-Hlýðni heldur en venjulegri Hlýðni.
Það er líklega vegna þess að Rallý er aðeins öðruvísi en hlýðni, reglurnar mildari en Hlýðni, það má tala meira við hundinn í braut, þannig að það hentar betur fyrir marga. 
Hægt er að byrja Rallý þjálfun strax og maður fær hvolpinn í hendurnar og gömlu hundarnir hafa líka gaman af. 
Það hafa verið haldin nokkur Rallý námskeið á Íslandi og áhuginn fyrir þessari hundaíþrótt fer vaxandi. 
HRFÍ hefur viðurkennt Rallý-Hlýðni sem hundaíþrótt svo núna bráðlega er hægt að keppa og safna rallý titlum!

Næsta grunn Rallý-hlýðni námskeið verður í janúar - febrúar 2024. 
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér fyrir neðan. Ef að það kemur error við skráningu prófið að nota ekki síslenska stafi, kommur og engin bandstrik. Ef það dugir ekki endilega sendið tölvupóst á netfangið: skraning@voffaland.is

Verð: 25.000,-

Staðfestingargjald þegar bókað er: 10.000,- og er það gjald ekki afturkræfanlegt

Námskeiðið er grunnnámskeið, haldið á mánudögum kl 20:00

Fyrsti tími er kynningartími án hunds og svo eftir það eru 5 verklegir tímar með hund.
Kynningartímar eru haldnir í nýju húsnæði VoffaLands að Axarhöfða 16.

Fyrsti verklegi tíminn verður haldinn í húsnæði VoffaLands að Axarhöfða 16.

Næstu 4 verklegir tímar verða haldnir í reiðhöllinni Blíðubakka í Mosfellsbæ. 

Dagsetningar námskeiðs:

Mánudagur 8. janúar 2023 kl 20 (Kynning og fyrsti verklegi tími - Blíðubakka)

Mánudagur 15. janúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)

Mánudagur 22. janúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)

Mánudagur 29. janúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)

Mánudagur 5. febrúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Andrea Björk Hannesdóttir, einn af eigendum VoffaLand ehf.
Hún er dýralæknir og með mikla reynslu á Rallý-Hlýðni frá því að
hún var búsett í Danmörku þegar hún stundaði nám við dýralækningar.
Andrea keppti margoft með íslenska fjárhundinn sinn Helgu en saman náðu þær 2 meistaratitlum.
Andrea brennur mikið fyrir þessari hundaíþrótt, vill kynna öllum
fyrir henni, halda námskeið fyrir þá sem vilja og koma henni inn sem viðurkennd hundaíþrótt innan HRFÍ.
„Rallý-Hlýðni eru svo skemmtilegt hundasport með fjölbreyttum æfingum. Hundarnir njóta sín mikið og samskipti eiganda og hunds verða betri. Það sem skiptir mestu máli er að hundi þykir æfingarnar skemmtilegar.
Allir hundar, stórir sem smáir, á öllum aldri geta æft Rallý-Hlýðni!“ - Andrea

25,000 kr.
1
Andrea Björk Hannesdóttir

2023-10-12
Fimmtudagur 12. október 2023 kl 20 (Kynningartími ÁN HUNDS í VoffaLandi - Axarhöfða 16) Mánudagur 16. október 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka) Mánudagur 23. október 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka) Mánudagur 30. október kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)  Mánudagur 6. nóvember kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka) Mánudagur 13. nóvember kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)
2022-11-20
20. nóvember 2022 (Kynningartími ÁN HUNDS í VoffaLandi - Ármúla 17A) 27. nóvember 2022 (Verklegur tími - Blíðubakkahúsinu) 4. desember 2022 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu) 11. desember 2022 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu) 8. janúar 2022 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu) 15. janúar 2022 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu)
2024-01-08
Dagsetningar námskeiðs: Mánudagur 8. janúar 2023 kl 20 (Kynning og fyrsti verklegi tími - Blíðubakka) Mánudagur 15. janúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka) Mánudagur 22. janúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka) Mánudagur 29. janúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka) Mánudagur 5. febrúar 2023 kl 20 (Verklegur tími - Blíðubakka)
2023-08-23