Verð: 20.000,-
Staðfestingargjald við skráningu: 10.000,- rest þarf að borga í seinasta lagi í fyrsta verklega tímanum. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Andrea Björk Hannesdóttir, einn af eigendum VoffaLand ehf.
Hún er dýralæknir og með mikla reynslu á Rallý-Hlýðni frá því að
hún var búsett í Danmörku þegar hún stundaði nám við dýralækningar. Andrea keppti margoft með íslenska fjárhundinn sinn Helgu en saman náðu þær 2 meistaratitlum.
Andrea brennur mikið fyrir þessari hundaíþrótt, vill kynna öllum
fyrir henni, halda námskeið fyrir þá sem vilja og koma henni inn sem viðurkennd hundaíþrótt innan HRFÍ.
„Rallý-Hlýðni eru svo skemmtileg hundaíþrótt með fjölbreyttum æfingum. Hundarnir njóta sín mikið og samskipti eiganda og hunds verða betri. Það sem skiptir mestu máli er að hundi þykir æfingarnar skemmtilegar. Allir hundar, stórir sem smáir, á öllum aldri geta æft Rallý-Hlýðni!“ - Andrea