NoseWork
35000 kr. | 1,5 | By Harpa Valdís Þorkelsdóttir

Bókaðu Núna

Um NoseWork

Nosework er íþrótt fyrir hunda og fólk sem byggir á því að hundurinn notar nefið til þess að þefa upp ákveðna lykt. Íþróttin er teymisvinna milli hunds og leiðbeinanda þar sem hundurinn lærir að þekkja lyktina og leiðbeinandinn lærir að lesa hundinn sinn og vita hvenær hann hefur fundið lyktina. 

 

Íþróttin byggir á fíkniefnaleit en er útfærð á þann máta að hinn almenni hundaeigandi getur æft sig í slíkri leit með hundinum sínum. Lyktin sem er notuð í Nosework I kallast eukalyptus hydrolat.

 

Það sem er svo frábært við þessa íþrótt er að hún er hugsuð til þess að allir sem vilja, geta stundað hana ungir sem aldnir, hvolpar og gamlir hundar. Alltaf er unnið með getu hvers og eins og því auðvelt að útfæra hverja æfingu þannig að það sé hentugt fyrir alla. 

Markmið hverrar æfingar er að hafa gaman og styrkja tengingu milli hunds og leiðbeinanda.

 

Nosework vinnur með eðli hundsins sem er að þefa og hafa því flestir ef ekki allir hundar einstaklega gaman af þessari vinnu. 

Einnig hefur hún reynst mörgum hundum vel sem eru stressaðir eða æstir og eiga erfitt með að koma sér í ró þar sem þef er ein leið hunds til þess að hjálpa sér að ná betri slökun/ró í aðstæðum sem þeim getur þótt krefjandi. 

 

Í Nosework I eru fjórir flokkar sem kallast: ílátaleit, innanhúsleit, utanhúsleit og farartækjaleit.

Um námskeiðið

 

Á Nosework I grunnnámskeiðinu verður lögð áhersla á það að kenna hundinum að þekkja vel lyktina sem við erum að vinna með. Farið verður vel yfir ílátaleit og innanhúsleit en eftir námskeiðið getur leiðbeinandi farið í lyktarpróf og síðan á keppnir ef vill sem haldnar eru á vegum Íslenska Nosework Klúbbsins (til þess að keppa þarf að vera skráður í klúbbinn og hafa lokið viðeigandi lyktarprófi).

Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa en hvolpar þurfa að hafa lokið fyrstu 2. bólusetningum (12 vikna) til þess að geta skráð sig á námskeið. 

 

Með námskeiðinu fylgir glas af eukalyptus hydrolat.

 

Tími 1: Fimmtudagur 26. okt, kl. 18 - 19:30

Tími 2: Fimmtudagur 2. nóv, kl. 18 - 19:30

Tími 3: Fimmtudagur 9. nóv, kl. 18 - 19:30

Tími 4: Fimmtudagur 16. nóv, kl. 18 - 19:30

Tími 5: Fimmtudagur 23. nóv, kl. 18 - 19:30

Tími 6: Fimmtudagur 30. nóv, kl. 18 - 19:30

Um leiðbeinanda

Harpa Valdís Þorkelsdóttir er hundaþjálfari og einn af eigendum VoffaLands ehf.

Alla tíð hefur hún haft mikinn áhuga á dýrum og þá sérstaklega á hundum og atferli þeirra.

Hefur hún unnið á Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti og starfar nú hjá Dýrahjálp, þar sem hún meðal annars aðstoðar við þjálfun á fósturhundum sem þurfa á því að halda.

Árið 2020 útskrifaðist hún sem hundaþjálfari frá AllirHundar.is og er sem stendur í hundaþjálfaranámi hjá Victoria Stilwell Academy - for dog training and behavior.

Eftir að hafa kynnt sér ýmis hundasport og þá sérstaklega Nosework, sem er þefvinna fyrir hunda, þá skráði hún sig í nám hjá Sturlu Þórðarsyni til þess að læra að vera Nosework þjálfari og dómari og útskrifaðist sem slíkur í desember 2021.

35,000 kr.
1,5
Harpa Valdís Þorkelsdóttir

2023-10-26
Tími 1: Fimmtudagur 26. okt, kl. 18 - 19:30 Tími 2: Fimmtudagur 2. nóv, kl. 18 - 19:30 Tími 3: Fimmtudagur 9. nóv, kl. 18 - 19:30 Tími 4: Fimmtudagur 16. nóv, kl. 18 - 19:30 Tími 5: Fimmtudagur 23. nóv, kl. 18 - 19:30 Tími 6: Fimmtudagur 30. nóv, kl. 18 - 19:30