Krakka Rallý-hlýðni!
20000 kr. | 1 | By

Bókaðu Núna

Um námskeiðið

Rallý-Hlýðni er skemmtileg hlýðniþjálfun þar sem gengið er braut með skiltum.
Hver braut er með 10-15 mismunandi skiltum og hvert skilti sýnir æfinguna sem að gera. 
Skiltin eru mörg en þau fara eftir styrkleikaflokkum.

Alls eru 4 styrkleikaflokkar. 
Rallý er jákvæð hundaíþrótt þar sem gleði og samvinna manns og hunds er í fyrirrúmi. 
Það er alltaf unnið út frá hraða hundsins. 
Rallý er mjög þekkt alls staðar úti í heimi og þá sérstaklega á Norðurlöndunum.

Þar er jafnvel meiri eftirspurn eftir Rallý-Hlýðni heldur en venjulegri Hlýðni.
Það er líklega vegna þess að Rallý hefur ekki jafn strangar reglur og Hlýðni, þannig að það hentar betur fyrir flesta. 
Hægt er að byrja Rallý þjálfun strax og maður fær hvolpinn í hendurnar og gömlu hundarnir hafa líka gaman af. 
Það hafa verið haldin nokkur Rallý námskeið á Íslandi og áhuginn fyrir þessari hundaíþrótt fer vaxandi. 
Rallý-Hlýðni er núna viðurkennd hjá Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) svo bráðlega verður hægt að keppa og safna titlum! 

Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir börn á aldrinum 10-16 ára sem hafa áhuga á því að æfa sig með hundinum sínum að gera skemmtilegar æfingar saman. Þegar við æfum rallý með hundinum okkar styrkist mikið sambandið milli hunds og eiganda. 

TAKMÖRKUÐ PLÁSS!

Verðnámskeiðs: 20.000,-

Staðfestingargjald þegar bókað er: 10.000,-

Námskeiðið er grunnnámskeið, haldið kl 19:00.

Fyrsti tími fimmtudaginn 12. október 2023 er kynningartími án hunds og svo eftir það eru 5 verklegir tímar á mánudögum.
Staðsetning kynningartíma er í nýja húsnæðinu okkar að Axarhöfða 16. Verklegu tímarnir eru staðsettir í Blíðubakkahúsinu, í Mosfellsbæ. 

Dagsetningar námskeiðs:

Fimmtudagur 12. október 2023 (Kynningartími ÁN HUNDS í sal VoffaLands að Axarhöfða 16)

Mánudagur 16. október 2023 (Verklegur tími - Blíðubakki)

Mánudagur 23. október 2023 (Verklegur tími -  Blíðubakki)

Mánudagur 30. október 2023 (Verklegur tími -  Blíðubakki)

Mánudagur  6. nóvember 2023 (Verklegur tími -  Blíðubakki)

Mánudagur 13. nóvember 2023 (Seinasti verklegi tíminn - Blíðubakki)

Leiðbeinandi

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Andrea Björk Hannesdóttir, einn af eigendum VoffaLand ehf.
Hún er dýralæknir og með mikla reynslu á Rallý-Hlýðni frá því að
hún var búsett í Danmörku þegar hún stundaði nám við dýralækningar.
Andrea keppti margoft með íslenska fjárhundinn sinn Helgu en saman náðu þær 2 meistaratitlum.
Andrea brennur mikið fyrir þessari hundaíþrótt, vill kynna öllum
fyrir henni, halda námskeið fyrir þá sem vilja og koma henni inn sem viðurkennd hundaíþrótt innan HRFÍ.
Andrea er búin að halda Rallý-hlýðninámskeið í rúmt ár með mikla velgengni og góðar undirtektir. Einnig hélt Andrea fyrsta rallý-hlýðni skemmtimót sem hefur verið haldið á Íslandi í desember 2022.
„Rallý-Hlýðni eru svo skemmtileg hundaíþrótt með fjölbreyttum æfingum. Hundarnir njóta sín mikið og samskipti eiganda og hunds verða betri. Það sem skiptir mestu máli er að hundi þykir æfingarnar skemmtilegar.
Allir hundar, stórir sem smáir, á öllum aldri geta æft Rallý-Hlýðni!“ - Andrea

20,000 kr.
1

2023-04-03
3. apríl 2023 (Kynningartími ÁN HUNDS í Blíðubakkahúsinu) 17. apríl 2023 (Verklegur tími - Blíðubakkahúsinu) 24. apríl 2023 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu) 1. maí 2023 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu) 8. maí 2023 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu) 22. maí 2023 (Verlegur tími - Blíðubakkahúsinu)
2023-06-05
Mán 5. júní 2023 (Kynningartími ÁN HUNDS í sal VoffaLands í Axarhöfða 16) Mið 7. júní 2023 (Verklegur tími - í sal VoffaLands í Axarhöfða 16) Mán 12. maí 2023 (Verklegur tími - í sal VoffaLands í Axarhöfða 16 eða úti ef veður leyfir - staðsetning ákveðin síðar) Mið 14. júní 2023 (Verklegur tími - í sal VoffaLands í Axarhöfða 16 eða úti ef veður leyfir - staðsetning ákveðin síðar) Mán 19. júní 2023 (Verklegur tími - í sal VoffaLands í Axarhöfða 16 eða úti ef veður leyfir - staðsetning ákveðin síðar) Mið 21. júní 2023 (Seinasti verklegi tíminn - í sal VoffaLands í Axarhöfða 16 eða úti ef veður leyfir - staðsetning ákveðin síðar)
2023-02-15
2023-10-12