Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir börn á aldrinum 10-16 ára sem hafa áhuga á því að æfa sig með hundinum sínum að gera skemmtilegar æfingar saman. Þegar við æfum rallý með hundinum okkar styrkist mikið sambandið milli hunds og eiganda.
TAKMÖRKUÐ PLÁSS!
Verðnámskeiðs: 20.000,-
Staðfestingargjald þegar bókað er: 10.000,-
Námskeiðið er grunnnámskeið, haldið kl 19:00.
Fyrsti tími fimmtudaginn 12. október 2023 er kynningartími án hunds og svo eftir það eru 5 verklegir tímar á mánudögum.
Staðsetning kynningartíma er í nýja húsnæðinu okkar að Axarhöfða 16. Verklegu tímarnir eru staðsettir í Blíðubakkahúsinu, í Mosfellsbæ.
Dagsetningar námskeiðs:
Fimmtudagur 12. október 2023 (Kynningartími ÁN HUNDS í sal VoffaLands að Axarhöfða 16)
Mánudagur 16. október 2023 (Verklegur tími - Blíðubakki)
Mánudagur 23. október 2023 (Verklegur tími - Blíðubakki)
Mánudagur 30. október 2023 (Verklegur tími - Blíðubakki)
Mánudagur 6. nóvember 2023 (Verklegur tími - Blíðubakki)
Mánudagur 13. nóvember 2023 (Seinasti verklegi tíminn - Blíðubakki)